Innlent

TF-SIF væntanleg til landsins í dag

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er væntanleg til landsins í dag úr tveggja mánaða leiguverkefni á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex.

Í tilkynningu frá Gæslunni segir að á tímabilinu hafi áhöfn flugvélarinnar fundið báta og fleytur með samtals 267 flóttamönnum, sem síðar var komið til bjargar með varðskipum og björgunarbátum á svæðinu.

Varðskipið Ægi var í leiguverkefni fyrri sömu stofnun i fjóra mánuði í ár, og er nú komið heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×