Innlent

ESB styrkir til Íslands nema tæpum 2 milljörðum

Evrópusambandið hefur tilkynnt um styrki til þeirra landa sem eru í umsóknarferli að sambandinu. Hlutur Íslands nemur 12 milljónum evra eða tæpum 2 milljörðum króna í ár.

Í heild var veittur tæplega milljarður evra í styrki og hlaut Tyrkland stærstu styrkina eða samtals 233 milljónir evra. Þar á eftir kom Serbía með 178 milljónir evra í styrki og Bosnía-Herzegovina fékk rúmlega 90 milljónir evra.

Þessum styrkjum er ætlað að fjármagna ýmis verkefni í viðkomandi löndum sem auðvelda þeim inngönguna í Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×