Innlent

Engin skýring á ammoníakslykt

Engin skýring fannst á því í gærkvöldi, að ammoníakslykt fannst upp úr niðurföllum við fiskvinnsluhús við Fiskislóð á Grandanum upp úr klukkan tíu í gærkvöldi.

Slökkviliðið var kallað á vettvang og leitaði af sér allan grun í húsinu, en það var kallað að sama húsi fyrir hálfum mánuði þegar krani á ammoníaksleiðslu brast, og efnið fór að leka út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×