Innlent

Bæta 35 milljónum króna í rekstur Stuðla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjárveitingar til Barnaverndastofu munu aukast um 35 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlögum, sem samþykkt voru fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að fjárveitingin renni til þess að efla starfsemi Stuðla þar sem rekin er meðferðardeild og neyðarvistun fyrir börn og ungmenni í vanda.

Síðastliðinn áratug hefur jafnt og þétt dregið úr neyslu áfengis og ólöglegra vímuefna meðal barna og unglinga, segir í frétt á vef velferðarráðuneytisins. Margt bendi hins vegar til þess að vandi þeirra barna og ungmenna sem ánetjast vímuefnum sé verri en áður, meðal annars vegna þess að þau hafi aðgang að enn hættulegri efnum og vegna bágra félagslegra aðstæðna. Árlega sækja um 200 ungmenni meðferð á vegum barnaverndaryfirvalda, um þeirra utan stofnana.

Í sumar kynnti Barnaverndarstofa fyrir velferðarráðherra aðgerðir sem stofnunin telur nauðsynlegar til að styrkja meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga þar sem áhersla var meðal annars lögð á að undirbúa þurfi betur vistun fyrir börn sem á þurfa að halda og jafnframt að auka eftirfylgni með þeim eftir útskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×