Innlent

Göngudeildarþjónustan verður bætt fyrir allan peninginn

Aukafjárveitingin sem fékkst í rekstur Stuðla á næsta ári mun verð nýtt í að bæta göngudeildarþjónustu á staðnum, samkvæmt upplýsingum frá Sólveigu Ásgrímsdóttur, forstöðumanni Stuðla. Þannig verða börnin hitt í aðdraganda að innlögn og þeim fylgt betur eftir þegar þau hafa útskrifast.

Ekki er búið að útfæra fyrirkomulagið að fullu. „Það er vinna í gangi við það að finna út hvernig þetta framkvæmist og hvaða möguleikar eru. Þannig að útfærslan á þessu er í vinnslu," segir Sólveig. „Þetta verður unnið í samvinnu við barnaverndanefndir - sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu sem eiga flest börnin, en líka á landinu öllu," segir Sólveig.

Sólveig segir að starfsmenn Stuðla séu spenntir fyrir vinnunni sem framundan er við þetta. „Þessi hugmynd kom upp í sumar og við héldum lengi vel að þessi fjárveiting fengist ekki. Þannig að við erum að taka upp hugmyndirnar sem komu upp í sumar og bæta við þær," segir Sólveig.


Tengdar fréttir

Bæta 35 milljónum króna í rekstur Stuðla

Fjárveitingar til Barnaverndastofu munu aukast um 35 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlögum, sem samþykkt voru fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að fjárveitingin renni til þess að efla starfsemi Stuðla þar sem rekin er meðferðardeild og neyðarvistun fyrir börn og ungmenni í vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×