Innlent

Fundu 150 kannabisplöntur

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Fíkniefni fundust við húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Mestmegnis voru þetta kannabisefni en á einum staðnum var um ræða kannabisræktun sem taldi 150 plöntur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Við húsleitirnar var lagt hald á ýmsan búnað og einnig verulega fjármuni, sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Fíkniefnaleitarhundar frá tollinum voru notaðir við aðgerðir lögreglu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×