Innlent

Dæmdur fyrir líkamsárás

Árásin átti sér stað fyrir utan Hótel Örk í Hveragerði.
Árásin átti sér stað fyrir utan Hótel Örk í Hveragerði.
Karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir líkamsárás.

Maðurinn sló annan mann þrívegis fyrir utan Hótel Örk í Hveragerði eftir að dansleik lauk í mars á síðasta ári. Sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði auk þess sem hann ökklabrotnaði.

Árásamaðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir vopnalagabrot og umferðarlagabrot. Honum er þó talið til tekna að brotaþolinn átti upptökin af átökunum.

Hinum dæmda er gert að greiða fórnarlambi sínu hálfa milljón í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×