Innlent

Síbrotamaður í átta mánaða fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rétt liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í dag fyrir líkamsárás í Seljahverfi í apríl í fyrra. Maðurinn var fundinn sekur að að hafa slegið annan mann í andlitið á heimili hans með þeim afleiðingum að það blæddi úr. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda árásarinnar 600 þúsund krónur í miskabætur. Hinn dæmdi hefur margoft komið við sögu lögreglunnar og var á skilorði þegar dómurinn var kveðinn upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×