Innlent

Perez Hilton mælir með Retro Stefson

Frá tónleikum Retro Stefson í Hafnarhúsinu á síðustu Airwaves hátíð.
Frá tónleikum Retro Stefson í Hafnarhúsinu á síðustu Airwaves hátíð.
Stjörnubloggarinn Perez Hilton, en bloggsíða hans er ein sú vinsælasta í heiminum, mælir í dag með íslensku hljómsveitinni Retro Stefson. Á síðunni er linkur á youTube myndband með hljómsveitinni þegar hún kom fram á síðustu Iceland Airwaves hátíð í október.

Perez Hilton hefur rækilega slegið í gegn í netheimum síðustu árin og er síðan hans með þeim vinsælustu í heimi. Þetta ætti því að vekja rækilega athygli á Retro Stefson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×