Innlent

Ógnuðu manni með skærum á Laugavegi í nótt

Þrír menn ógnuðu gangandi vegfaranda á Laugavegi í Reykjavík í nótt, með skærum og kröfðust þess að hann afhenti þeim farsíma sinn. Hann gerði það og hurfu þeir á braut.

En hann gat gefið lögreglu svo glögga lýsingu á þeim, að það leiddi til handtöku þeirra síðar í nótt. Þeir gista nú fangageymslur og verða yfirheyrðir í dag.

Eiganda símans sakaði ekki í samskiptum við árásarmennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×