Innlent

Braut nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginkonu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Karlmaður var í gær dæmdur til að greiðslu sektar fyrir að brjóta nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og núverandi sambýlismanni hennar.

Maðurinn viðurkenndi fyrir Héraðsdómi Reykjaness að hafa í ágúst nálgast fólkið við Ásvallalaugina í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum og að hafa farið upp að heimili þeirra í september þrátt fyrir að hafa vitað að þriggja mánaða nálgunarbann væri í gildi. Hann var því dæmdur til greiðslu 75 þúsund króna sektar.

Maðurinn var jafnframt ásakaður um að hafa hringt meira en 50 sinnum í fyrrverandi eiginkonu sinni og sent henni og sambýlismanni hennar tugi smáskilaboða auk tölvupósta, en ekki var dæmt fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×