Innlent

Dópaður ökumaður reyndi að villa á sér heimildir

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna reyndi að villa á sér heimildir, þegar lögreglan stöðvaði hann í Kópavogi í nótt.

Hann framvísaði skilríkjum annars manns, en lögreglumenn sáu í gegnum brelluna, og handtóku manninn.

Við athugun reyndist hann líka réttindalaus, eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum áður, og þá fyrir fíkniefnaakstur líkt og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×