Innlent

Farsímanotkun veldur árekstrum

Orsakir nokkurra árekstra, sem urðu í hrinu árekstra á höfuðborgarsvæðinu í gærdag, má rekja til þess að ökumenn voru að tala í farsíma eða jafnvel að semja og senda SMS skilaboð við aksturinn, þegar allt fór í óefni.

Þetta kemur fram í samantekt Áreksturs.is, sem sinnti að minnsta kosti 20 árekstrum á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærmorgun og til klukkan sex í gærkvöldi. Engin alvarleg slys urðu í öllum þessum árekstrum, en talsvert eignatjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×