Innlent

Ung hjón og barn sluppu ósködduð úr eldsvoða

Ung hjón og barn þeirra sluppu ósködduð út úr kjallaraíbúð í raðhúsi við Heiðargerði í Reykjavík laust fyrir klukkan sjö í morgun, eftir að sjónvarp sprakk í stofunni og eldur kviknaði.

Fólkið var flutt á slysadeild til skoðunar, en varð ekki meint af reyknum. Að sögn slökkviliðsmanna var það lán í óláni að fólkið vaknaði þegar sprengingin varð, og lokað var inn í stofuna, en hún var orðin mettuð af reyk og sóti og þar logaði eldur, þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Slökkvistarfið tók skamma stund og var íbúðin svo reykræst, en þar varð töluvert tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×