Innlent

Jóhanna tók á móti utanríkisráðherra Palestínu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í morgun á móti dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu í Stjórnarráðinu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að á fundinum hafi þau rætt um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínu og stuðning við aðildarumsókn ríkisins að Sameinuðu þjóðunum.  „Einnig var rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna og efnahagsuppbyggingu í Palestínu, svo og stöðu mála í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs."

Síðar í dag mun Dr. al-Maliki halda erindi í Norræna húsinu kl. 14:45 á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×