Þingmenn Samfylkingarinnar verða ekki meðflutningsmenn tillögunnar 15. desember 2011 19:00 Mynd úr safni. Enginn úr Samfylkingunni verður meðflutningsmaður þingsályktunartillögu, sem gengur út á að skora á saksóknara að draga ákæru gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. Þetta staðfestir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. Málið var rætt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag og féll í grýttan jarðveg. Samkvæmt heimildum Vísis var það Kristján L. Möller sem vakti máls á tillögunni, en hann greiddi atkvæði gegn því að Geir yrði ákærður á Alþingi. Ekki er ljóst hver afstaða Vinstri grænna er í málinu, en þingflokkurinn situr nú á þingflokksfundi og fer yfir stöðuna. Þær raddir heyrast að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, sé höll undir tillöguna, en hún var í leyfi þegar ákæran var samþykkt á sínum tíma. Varamaður hennar greiddi atkvæði með ákærunni. Þingsályktunartillagan er runnin undan rifjum Sjálfstæðisflokksins. Þannig sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, þingfréttaritari RÚV í kvöldfréttum, að hugsanlega hefði tillagan verið í undirbúningi í talsverðan tíma hjá flokknum. Hreyfingin stendur alfarið fyrir utan málið. Þór Saari, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði í samtali við Vísi að enginn hefði komið að máli við þau um að styðja tillöguna. „Það virðist vera lítil stemmning fyrir þessu,“ sagði Þór spurður hvaða tilfinningu hann hefði fyrir tillögunni. Hann bætti við að það væri ekki hlaupið að því að fá málið á dagskrá þingsins, en þrjátíu mál bíða þar afgreiðslu. Þannig þyrfti að taka málið inn með afbrigðum, og Alþingi þyrfti að greiða sérstaklega atkvæði um það hvort málið kæmist á dagskrá. Tengdar fréttir Vilja draga ákæru gegn Geir til baka Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. 15. desember 2011 18:30 Rætt um að draga málið gegn Geir til baka Þingmenn á Alþingi hafa rætt þá hugmynd sín á milli í dag að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gerir málið að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni "Heyrst hefur að hér í þinginu sé að koma fram tillaga um að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka!,“ segir hún. 15. desember 2011 16:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Enginn úr Samfylkingunni verður meðflutningsmaður þingsályktunartillögu, sem gengur út á að skora á saksóknara að draga ákæru gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. Þetta staðfestir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. Málið var rætt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag og féll í grýttan jarðveg. Samkvæmt heimildum Vísis var það Kristján L. Möller sem vakti máls á tillögunni, en hann greiddi atkvæði gegn því að Geir yrði ákærður á Alþingi. Ekki er ljóst hver afstaða Vinstri grænna er í málinu, en þingflokkurinn situr nú á þingflokksfundi og fer yfir stöðuna. Þær raddir heyrast að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, sé höll undir tillöguna, en hún var í leyfi þegar ákæran var samþykkt á sínum tíma. Varamaður hennar greiddi atkvæði með ákærunni. Þingsályktunartillagan er runnin undan rifjum Sjálfstæðisflokksins. Þannig sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, þingfréttaritari RÚV í kvöldfréttum, að hugsanlega hefði tillagan verið í undirbúningi í talsverðan tíma hjá flokknum. Hreyfingin stendur alfarið fyrir utan málið. Þór Saari, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði í samtali við Vísi að enginn hefði komið að máli við þau um að styðja tillöguna. „Það virðist vera lítil stemmning fyrir þessu,“ sagði Þór spurður hvaða tilfinningu hann hefði fyrir tillögunni. Hann bætti við að það væri ekki hlaupið að því að fá málið á dagskrá þingsins, en þrjátíu mál bíða þar afgreiðslu. Þannig þyrfti að taka málið inn með afbrigðum, og Alþingi þyrfti að greiða sérstaklega atkvæði um það hvort málið kæmist á dagskrá.
Tengdar fréttir Vilja draga ákæru gegn Geir til baka Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. 15. desember 2011 18:30 Rætt um að draga málið gegn Geir til baka Þingmenn á Alþingi hafa rætt þá hugmynd sín á milli í dag að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gerir málið að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni "Heyrst hefur að hér í þinginu sé að koma fram tillaga um að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka!,“ segir hún. 15. desember 2011 16:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Vilja draga ákæru gegn Geir til baka Þingsályktunartillaga um að skorað verði á saksóknara alþingis að láta málið gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, niður falla, verður lögð fram. Enn ríkir óvissa um hversu margir mæli fyrir tillögunni en þingmenn hafa rætt málið sín á milli í dag. 15. desember 2011 18:30
Rætt um að draga málið gegn Geir til baka Þingmenn á Alþingi hafa rætt þá hugmynd sín á milli í dag að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gerir málið að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni "Heyrst hefur að hér í þinginu sé að koma fram tillaga um að draga landsdómsmálið gegn Geir Haarde til baka!,“ segir hún. 15. desember 2011 16:00