Þingflokkur VG gegn því að draga ákæru til baka 15. desember 2011 21:00 Björn Valur Gíslason í viðtali á Alþingi fyrr í kvöld. „Þetta mál verður ekki lagt fram með vilja eða samþykkt VG," sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, um fyrirhugaða þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins, um að skora á saksóknara Alþingi um að draga kæru gegn Geir H. Haarde til baka. Málið hefur nú verið rætt á þingflokksfundum beggja stjórnarflokkanna. Fyrr í dag tók þingflokkur Samfylkingarinnar þá ákvörðun að vera ekki meðflutningsmenn að tillögunni. Það er formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem ber málið á sínum herðum. Hann hefur leitast við að fá stuðning þingmanna úr öðrum flokkum. Ekki er ljóst hvort einstakir þingmenn muni verða meðflutningsmenn tillögunnar, en það yrði þá gert í andstöðu við vilja þingflokka Samfylkingarinnar og VG. Stjórnarþingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Kristján L. Möller styðja málið samkvæmt heimildum Vísis. Hreyfingin er þessu andvíg og skiptar skoðanir eru innan Framsóknarflokksins um málið. „Það er ekki þannig að þingflokkurinn banni fólki að athafna sig," sagði Björn Valur um það hvort það væri mögulegt að Guðfríður Lilja myndi flytja tillöguna ásamt öðrum þingmönnum, þrátt fyrir andstöðu þingflokksins. Björn Valur segist búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn muni reyna að keyra þetta mál inn á Alþingi fyrir jól. „Enda liggur þeim á að losa sinn gamla foringja undan ábyrgð," segir Björn Valur og bætir við: „Sjálfstæðisflokkurinn gæti lagt þetta mál fram og farið svo í sitt þaulæfða málþóf." Björn Valur segir það ótækt að Alþingi hætti við að gera upp hrunið með þessum hætti. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Þetta mál verður ekki lagt fram með vilja eða samþykkt VG," sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, um fyrirhugaða þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins, um að skora á saksóknara Alþingi um að draga kæru gegn Geir H. Haarde til baka. Málið hefur nú verið rætt á þingflokksfundum beggja stjórnarflokkanna. Fyrr í dag tók þingflokkur Samfylkingarinnar þá ákvörðun að vera ekki meðflutningsmenn að tillögunni. Það er formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem ber málið á sínum herðum. Hann hefur leitast við að fá stuðning þingmanna úr öðrum flokkum. Ekki er ljóst hvort einstakir þingmenn muni verða meðflutningsmenn tillögunnar, en það yrði þá gert í andstöðu við vilja þingflokka Samfylkingarinnar og VG. Stjórnarþingmennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Kristján L. Möller styðja málið samkvæmt heimildum Vísis. Hreyfingin er þessu andvíg og skiptar skoðanir eru innan Framsóknarflokksins um málið. „Það er ekki þannig að þingflokkurinn banni fólki að athafna sig," sagði Björn Valur um það hvort það væri mögulegt að Guðfríður Lilja myndi flytja tillöguna ásamt öðrum þingmönnum, þrátt fyrir andstöðu þingflokksins. Björn Valur segist búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn muni reyna að keyra þetta mál inn á Alþingi fyrir jól. „Enda liggur þeim á að losa sinn gamla foringja undan ábyrgð," segir Björn Valur og bætir við: „Sjálfstæðisflokkurinn gæti lagt þetta mál fram og farið svo í sitt þaulæfða málþóf." Björn Valur segir það ótækt að Alþingi hætti við að gera upp hrunið með þessum hætti.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira