Innlent

Dauð og rotnandi síld um alla sjó undan Stykkishólmi

Dauð og rotnandi síld flýtur nú um allan sjó á milli eyja við Stykkishólm  og er lyktin af þessu svo ógeðsleg að janfvel sjófuglinn fælist síldina, segir viðmælandi Skessuhorns.

Að sögn viðmælandans má að öllum líkindum rekja þetta til þess að að stóru nótaveiðiskipin hafi verið að fá of stór köst á nýliðinni síldarvertíð. Þau hafi ekki náð að innbyrða öll köstin vegna kvótaskorts, plássleysis, eða jafnvel sleppt niður síld sem ekki hentaði í vinnsluna þá stundina.

Ef hreystur síldarinnar skemmist, eins og gerist í stórum stíl ef síldin er veidd og síðan sleppt, þá leiðir það til dauða hennar og veltir viðmælandi Skessuhorns því fyrir sér hvort ekki ætti að banna síldveiðar á grunnsævi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×