Innlent

Með 113 grömm af grasi og keyrði í vímu

Kannabis
Kannabis
Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði í vörslum sínum 113 grömm af maijúana og tvær kannabisplöntur. Þá ók hann einnig bifreið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Brotaferill mannsins hófst þegar hann var um 17 ára og hefur verið dæmdur fjórum sinnum og náðum sáttum sjö sinnum og þótti dómara því tveggja mánaða fangelsisvist hæfileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×