Innlent

Varað við mikilli hálku

Það hlánar í dag á láglendi, fyrst suðvestanlands með rigningu og hvassviðri. Við þær aðstæður verður flughálka á vegum þar sem snjór og ís er fyrir. Hríð og skafrenningur á fjallvegum, einkum um og eftir miðjan daginn.

Á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli má reikna með hviðum allt að 30-35 m/s frá því um kl. 14 til 17.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir og skafrenningur á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir. Hálka er á Suðurstrandarvegi og víða á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur víða.Á Vestfjörðum er hálka. Á Norðurlandi er víða snjóþekja eða hálka. Á Austur- og Suðausturlandi er hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×