Innlent

Ók á tólf ára dreng og stakk af

Akranes.
Akranes. Mynd GVA
Karlmaður á fertugsaldri ók á tólf ára dreng í gærdag og stakk af vettvangi. Drengurinn hruflaðist á líkama auk þess sem hann fékk höfuðáverka. Færa þurfti drenginn á spítala þar sem hann dvaldi yfir nótt. Ekki er talið að hann hafi beinbrotnað  eftir að ekið var á hann.

Samkvæmt lögreglunni á Akranesi gaf maðurinn sig fram skömmu eftir atvikið.  Málið er í rannsókn. Lögreglan vill ekki gefa upp hversvegna maðurinn ók á drenginn.

Fram kemur á fréttavef DV að ökumaðurinn hefði reiðst í kjölfar þess að drengurinn á að hafa hent snjóbolta í bílinn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×