Innlent

Perlan gæti orðið ferðaþjónustumiðstöð með hóteli og heilsulaugum

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Perlan verður að ferðaþjónustumiðstöð með heilsulaugum, hóteli, útsýnispalli og fleiru ef skipulagsyfirvöld Reykjavíkur fallast á hugmyndir hæstbjóðandi fjárfesta. Orkuveitan hefur skrifað upp á viljayfirlýsingu um söluna en tilboðið hljóðar upp á tæpan einn komma sjö milljarða króna.

Hugmyndir fjárfestana snúa að uppbyggingu á ferðaþjónustu í Öskjuhlíðinni. Í samtali við fréttastofu, segir Garðar K. Vilhjálmsson, sem er í forsvari fyrir fjárfestana og verður meðal þeirra ef hugmyndirnar ná fram að ganga að unnið verði að því að breyta perlunni í baðstað, hótel, útsýnisstað, veitingastað og fleira.

Allar þessar hugmyndir séu í takt við stefnumótun Reykjavíkurborgar um framtíð Öskjuhlíðar.

Í fréttum okkar í haust greindum við frá hugmyndum fjárfestana um baðstað við perluna. Þessar hugmyndir eru hins vegar ekki fast mótaðar því fjárfestarnir hyggjast vinna að útfærslu hennar í takt við skipulag borgarinnar að annara hlutaðeigandi aðila.

Tilboð þeirra í Perluna nemur einum milljarði, sex hundruð áttatíu og átta milljónum króna. Það er hins vegar gert með fyrirvara sem felst í hagkvæmniathugun.

Samkvæmt viljayfirlýsingu um sölun sem undirrituð var af orkuveitunni í dag hafa þeir til 31. mars að aflétta fyrirvaranum. Garðar segir að í hagkvæmniathuguninni felist að fá leyfi skipulagsyfirvalda fyrir uppbyggingunni. Næstu mánuðir fari því í að eiga samtal við borgaryfirvöld. Orkuveitan mun ekki ráðast í viðræður við aðra bjóðendur á meðan viljayfirlýsingin er í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×