Lífið

Konunglegt framtíðarheimili ákveðið

Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton hafa ákveðið framtíðarheimilið.
Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton hafa ákveðið framtíðarheimilið. Mynd/AFP
Hertoginn af Cambridge, Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið að framtíðarheimili þeirra verði í Lundúnum en skötuhjúin hafa valið sér íbúð í Kensington-höll sem heimili.

Margrét, systir Elísabetar Bretadrottningar og eiginmaður hennar Snowdown lávarður bjuggu lengi í íbúðinni. Eftir að þau skildu árið 1978 bjó Margrét ein í íbúðinni til ársins 2002 er hún lést.

Vilhjálmur og Kate geta líklega ekki flutt inn fyrr en eftir tvö ár, því gera verður meiriháttar endurbætur á staðnum, m.a fjarlægja asbest af veggjum og setja nýjar lagnir en á meðan búa þau í annarri smærri íbúð í Kensington-höll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.