Fótbolti

Guðlaugur og félagar úr leik í deildarbikarnum

Guðlaugur Victor.
Guðlaugur Victor.
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Hibernian í kvöld er það tapaði fyrir Celtic á heimavelli, 1-4, í skoska deildarbikarnum.

Guðlaugur Victor var tekinn af velli á 68. mínútu.

James Forrest skoraði tvö mörk fyrir Celtic en hin mörkin skoruðu Anthony Stokes og Gary Hooper. Mark Hibs var sjálfsmark sem Daniel Majstorovic skoraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×