Umfjöllun: Þórarinn tryggði ÍBV sigurinn í lokin Valur Smári Heimisson skrifar 21. ágúst 2011 00:01 Þórarinn Ingi Valdimarsson. Mynd/Hag Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni. Þórarinn skoraði sigurmarkið sitt með skalla á 86. mínútu eftir fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni. Brynjar Gauti Guðjónsson hafði komið ÍBV yfir á 38. mínútu með skoti fyrir utan teig en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks. KR er með 33 stig og ÍBV er með 32 stig en KR-ingar eiga tvo leiki inni á Eyjamenn. KR tekur á móti Stjörnunni á morgun og toppliðin mætast síðan á KR-vellinum á fimmtudaginn kemur. Haraldur Freyr var í banni hjá Keflvíkingum og Kelvin Mellor var farinn utan úr liði Eyjamanna. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks og voru heldur betri aðilinn í fyrri hálfleik. Það dugði þeim þó ekki því Eyjamenn komu inn í hálfleikinn með 1–0 forystu eftir að Brynjar Gauti skoraði flott mark. Keflvíkingar reyndu að hreinsa boltan úr vítateignum, boltinn barst til Brynjars sem var rétt utan teigs og lét vaða á markið og Ómar í marki Keflvíkinga náði ekki að halda boltanum sem fór í markið. Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, gerði eina breytingu í hálfleik, Arnór Ingvi Traustason fór meiddur útaf og inná kom Sigurbergur Elísson. Sigurbergur náði strax að setja mark sitt á leikinn þegar hann fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Eyjamanna. Hann var fljótur að taka spyrnuna, sendi út á kannt á Magnús Þórir Matthíasson sem átti frábært skot yfir Albert Sævarson markvörð Eyjamanna og í markið. Leikurinn var í nokkru jafnvægi eftir jöfnunarmarkið en Eyjamenn náðu að skora þegar Keflvíkingar gleymdu sér í dekkingu. Hinn síungi Tryggvi Guðmundsson átti glæsilega fyrirgjöf á Þórarinn sem gerði allt rétt þegar hann stangaði boltann í netið. „Það var nú bara þannig að gamli maðurinn setti boltann bara beint á pönnuna á mér og ég þurfti ekki að gera mikið til að skora.“ sagði Þórarinn Ingi. Eftir það náðu Eyjamenn tökum á leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði að breyting á uppstillingu og innkoma varamannanna hafi skilað miklu í sigrinum í dag. „Ég er mjög ánægður með skiptingarnar hjá mér í leiknum og ég er ánægður með strákana sem komu inná. Varamennirnir komu með virkilega mikinn kraft inn í liðið og það er einmitt það sem maður vill sjá þegar maður er að skipta inná," sagði Heimir.ÍBV – Keflavík 2–1 Hásteinsvöllur, Áhorfendur: 784 Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Mörkin: 1-0 Brynjar Gauti Guðjónsson (38.) 1-1 Magnús Þórir Matthíasson (50.) 2-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (86.)Tölfræðin: Skot (á mark): 15 – 7 (11-4) Varin skot: Albert 3 – Ómar 9 Horn: 9 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 4-4ÍBV (4–3–3): Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83., Kjartan Guðjónsson -) Rasmus Christiansen 6 Brynjar Gauti Guðjónsson 6 (65., Aaron Spear 5) Matt Garner 7 Finnur Ólafsson 7 Tonny Mawejje 5 (65., Guðmundur Þórarinsson 6) Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 – Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 7 Ian Jeffs 6 Andri Ólafsson 6Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Adam Larsson 6 Ásgrímur Rúnarsson 5 Viktor Smári Hafsteinsson 6 Einar Orri Einarsson 5 Andri Steinn Birgisson 6 Arnór Ingvi Traustason 6 (45., Sigurbergur Elísson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 (83, Magnús Þór Magnússon -) Hilmar Geir Eiðsson 5 83., Bojan Stefán Ljubicic (-) Guðmundur Steinarsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni. Þórarinn skoraði sigurmarkið sitt með skalla á 86. mínútu eftir fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni. Brynjar Gauti Guðjónsson hafði komið ÍBV yfir á 38. mínútu með skoti fyrir utan teig en Magnús Þórir Matthíasson jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks. KR er með 33 stig og ÍBV er með 32 stig en KR-ingar eiga tvo leiki inni á Eyjamenn. KR tekur á móti Stjörnunni á morgun og toppliðin mætast síðan á KR-vellinum á fimmtudaginn kemur. Haraldur Freyr var í banni hjá Keflvíkingum og Kelvin Mellor var farinn utan úr liði Eyjamanna. Keflvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks og voru heldur betri aðilinn í fyrri hálfleik. Það dugði þeim þó ekki því Eyjamenn komu inn í hálfleikinn með 1–0 forystu eftir að Brynjar Gauti skoraði flott mark. Keflvíkingar reyndu að hreinsa boltan úr vítateignum, boltinn barst til Brynjars sem var rétt utan teigs og lét vaða á markið og Ómar í marki Keflvíkinga náði ekki að halda boltanum sem fór í markið. Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, gerði eina breytingu í hálfleik, Arnór Ingvi Traustason fór meiddur útaf og inná kom Sigurbergur Elísson. Sigurbergur náði strax að setja mark sitt á leikinn þegar hann fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Eyjamanna. Hann var fljótur að taka spyrnuna, sendi út á kannt á Magnús Þórir Matthíasson sem átti frábært skot yfir Albert Sævarson markvörð Eyjamanna og í markið. Leikurinn var í nokkru jafnvægi eftir jöfnunarmarkið en Eyjamenn náðu að skora þegar Keflvíkingar gleymdu sér í dekkingu. Hinn síungi Tryggvi Guðmundsson átti glæsilega fyrirgjöf á Þórarinn sem gerði allt rétt þegar hann stangaði boltann í netið. „Það var nú bara þannig að gamli maðurinn setti boltann bara beint á pönnuna á mér og ég þurfti ekki að gera mikið til að skora.“ sagði Þórarinn Ingi. Eftir það náðu Eyjamenn tökum á leiknum og sigurinn var aldrei í hættu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði að breyting á uppstillingu og innkoma varamannanna hafi skilað miklu í sigrinum í dag. „Ég er mjög ánægður með skiptingarnar hjá mér í leiknum og ég er ánægður með strákana sem komu inná. Varamennirnir komu með virkilega mikinn kraft inn í liðið og það er einmitt það sem maður vill sjá þegar maður er að skipta inná," sagði Heimir.ÍBV – Keflavík 2–1 Hásteinsvöllur, Áhorfendur: 784 Dómari: Kristinn Jakobsson (6)Mörkin: 1-0 Brynjar Gauti Guðjónsson (38.) 1-1 Magnús Þórir Matthíasson (50.) 2-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (86.)Tölfræðin: Skot (á mark): 15 – 7 (11-4) Varin skot: Albert 3 – Ómar 9 Horn: 9 – 2 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 4-4ÍBV (4–3–3): Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83., Kjartan Guðjónsson -) Rasmus Christiansen 6 Brynjar Gauti Guðjónsson 6 (65., Aaron Spear 5) Matt Garner 7 Finnur Ólafsson 7 Tonny Mawejje 5 (65., Guðmundur Þórarinsson 6) Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 – Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 7 Ian Jeffs 6 Andri Ólafsson 6Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Adam Larsson 6 Ásgrímur Rúnarsson 5 Viktor Smári Hafsteinsson 6 Einar Orri Einarsson 5 Andri Steinn Birgisson 6 Arnór Ingvi Traustason 6 (45., Sigurbergur Elísson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 (83, Magnús Þór Magnússon -) Hilmar Geir Eiðsson 5 83., Bojan Stefán Ljubicic (-) Guðmundur Steinarsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira