Emmsjé Gauti mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. ágúst 2011 11:15 Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira