Emmsjé Gauti mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. ágúst 2011 11:15 Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira