Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2011 13:21 Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“