Milljarðatap Landsbankans á dómi Hæstaréttar Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júní 2011 17:39 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavikur um að lán sem fyrirtækið Motormax tók hjá Landsbanka Íslands hefði verið ólöglegt gengistryggt lán. Landsbankinn stefndi þrotabúi Motormax vegna láns sem fyrirtækið tók hjá bankanum á árinu 2007. Þegar Motormax varð gjaldþrota árið 2009 gerði bankinn um 270 milljóna króna kröfu í búið vegna lánsins. Skiptastjóri þrotabúsins hafnaði hins vegar kröfunni á þeirri forsendu að um ólögmætt gengistryggt lán hefði verið að ræða. Hann samþykkti hins vegar kröfu að upphæð 165 milljónir króna. Landsbankinn féllst ekki á þessar málalyktir og stefni þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Landsbankans. Landsbankinn áfrýjaði þá málinu til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið varðar milljarðahagsmuni. Eftir að dómur féll í héraði sendi Landsbankinn frá sér yfirlýsingu og sagði að dómurinn myndi kosta bankann um 16 milljarða króna ef hann yrði staðfestur. Sjö manna Hæstiréttur klofnaði í málinu. Þrír dómarar töldu að um erlent lán væri að ræða. Meirihlutinn, eða fjórir dómarar, töldu hins vegar að um ólöglegt gengistryggt lán væri að ræða. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem sjö dómarar skipa Hæstarétt. Það þykir til marks um þá hagsmuni sem eru í málinu. Tengdar fréttir Hæstiréttur troðfullur í gengisdómamáli Áhorfendapallar í sal Hæstaréttar Íslands voru fullir þegar að sjö manna dómur kom þar saman í fyrsta sinn í sjö ár klukkan eitt í dag. Þar tókust á lögmaður Landsbanka Íslands og lögmaður þrotabús Motormax. 6. júní 2011 14:44 Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24. maí 2011 20:36 Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavikur um að lán sem fyrirtækið Motormax tók hjá Landsbanka Íslands hefði verið ólöglegt gengistryggt lán. Landsbankinn stefndi þrotabúi Motormax vegna láns sem fyrirtækið tók hjá bankanum á árinu 2007. Þegar Motormax varð gjaldþrota árið 2009 gerði bankinn um 270 milljóna króna kröfu í búið vegna lánsins. Skiptastjóri þrotabúsins hafnaði hins vegar kröfunni á þeirri forsendu að um ólögmætt gengistryggt lán hefði verið að ræða. Hann samþykkti hins vegar kröfu að upphæð 165 milljónir króna. Landsbankinn féllst ekki á þessar málalyktir og stefni þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Landsbankans. Landsbankinn áfrýjaði þá málinu til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið varðar milljarðahagsmuni. Eftir að dómur féll í héraði sendi Landsbankinn frá sér yfirlýsingu og sagði að dómurinn myndi kosta bankann um 16 milljarða króna ef hann yrði staðfestur. Sjö manna Hæstiréttur klofnaði í málinu. Þrír dómarar töldu að um erlent lán væri að ræða. Meirihlutinn, eða fjórir dómarar, töldu hins vegar að um ólöglegt gengistryggt lán væri að ræða. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem sjö dómarar skipa Hæstarétt. Það þykir til marks um þá hagsmuni sem eru í málinu.
Tengdar fréttir Hæstiréttur troðfullur í gengisdómamáli Áhorfendapallar í sal Hæstaréttar Íslands voru fullir þegar að sjö manna dómur kom þar saman í fyrsta sinn í sjö ár klukkan eitt í dag. Þar tókust á lögmaður Landsbanka Íslands og lögmaður þrotabús Motormax. 6. júní 2011 14:44 Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24. maí 2011 20:36 Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hæstiréttur troðfullur í gengisdómamáli Áhorfendapallar í sal Hæstaréttar Íslands voru fullir þegar að sjö manna dómur kom þar saman í fyrsta sinn í sjö ár klukkan eitt í dag. Þar tókust á lögmaður Landsbanka Íslands og lögmaður þrotabús Motormax. 6. júní 2011 14:44
Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24. maí 2011 20:36
Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20