Hæstiréttur troðfullur í gengisdómamáli Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júní 2011 14:44 Dómurinn var þéttskipaður í dag. Áhorfendapallar í sal Hæstaréttar Íslands voru fullir þegar að sjö manna dómur kom þar saman í fyrsta sinn í sjö ár klukkan eitt í dag. Þar tókust á lögmaður Landsbanka Íslands og lögmaður þrotabús Motormax. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi í málinu, en eins og Vísir hefur áður greint frá var búið að flytja málið fyrir fimm manna dómi þegar ákveðið var að endurflytja það fyrir fullskipuðum Hæstarétti. Í málinu er tekist á um það hvor lán sem Motormax tók árið 2007 hafi verið erlent eða hvort það hafi verið íslenskt gengistryggt lán. Gengistryggð íslensk lán eru ólögleg samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. Komist rétturinn að þeirri niðurstöðu að lánið sé erlent er höfuðstóll lánsins um 270 milljónir. Þrotabú Motormax hefur hins vegar samþykkt kröfu Landsbankans að upphæð um 160 milljónir vegna lánsins. Aðalsteinn Jónasson, lögmaður Landsbankans, sagði að lánið hefði verið skilgreint sem erlent lán í lánasamningum. Lánið hefði verið greitt út í erlendri mynt en bankinn hefði síðan selt erlendu myntina fyrir íslenskar krónur og lagt krónurnar inn á tékkareikning Motormax. Lántakandinn hefði sjálfur haft val um það hvort hann myndi fá erlendu myntina greidda inn á gjaldeyrisreikning eða hvort hann myndi fá lánið í krónum. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Motormax, lagði áherslu á að Motormax hefði aldrei fengið erlenta mynt afgreidda. Fyrirtækið hefði einungis fengið íslenskar krónur. „Erlendir peningar gengu ekki á milli aðila. Því er ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu að lánið hafi verið í erlendri mynt," sagði Þorsteinn fyrir dómnum. Þorsteinn sagði líka að fyrir lægi að í lánasamningum hefði lánsfjárhæð aldrei verið tiltekin í erlendri mynt heldur einungis í íslenskum krónum. Það sé þó frumskilyrði að lánsfjárhæðin sé tiltekin í erlendri mynt, eigi lánið að teljast erlent. Þegar dæmt var í Motormaxmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur sendi Landsbanki Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að dómurinn myndi kosta bankann um 16 milljarða ef hann yrði staðfestur í Hæstarétti. Málið hefur nú verið lagt í dóm og verður dómur kveðinn upp innan þriggja vikna. Tengdar fréttir Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24. maí 2011 20:36 Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Áhorfendapallar í sal Hæstaréttar Íslands voru fullir þegar að sjö manna dómur kom þar saman í fyrsta sinn í sjö ár klukkan eitt í dag. Þar tókust á lögmaður Landsbanka Íslands og lögmaður þrotabús Motormax. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi í málinu, en eins og Vísir hefur áður greint frá var búið að flytja málið fyrir fimm manna dómi þegar ákveðið var að endurflytja það fyrir fullskipuðum Hæstarétti. Í málinu er tekist á um það hvor lán sem Motormax tók árið 2007 hafi verið erlent eða hvort það hafi verið íslenskt gengistryggt lán. Gengistryggð íslensk lán eru ólögleg samkvæmt dómi Hæstaréttar frá því 16. júní í fyrra. Komist rétturinn að þeirri niðurstöðu að lánið sé erlent er höfuðstóll lánsins um 270 milljónir. Þrotabú Motormax hefur hins vegar samþykkt kröfu Landsbankans að upphæð um 160 milljónir vegna lánsins. Aðalsteinn Jónasson, lögmaður Landsbankans, sagði að lánið hefði verið skilgreint sem erlent lán í lánasamningum. Lánið hefði verið greitt út í erlendri mynt en bankinn hefði síðan selt erlendu myntina fyrir íslenskar krónur og lagt krónurnar inn á tékkareikning Motormax. Lántakandinn hefði sjálfur haft val um það hvort hann myndi fá erlendu myntina greidda inn á gjaldeyrisreikning eða hvort hann myndi fá lánið í krónum. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Motormax, lagði áherslu á að Motormax hefði aldrei fengið erlenta mynt afgreidda. Fyrirtækið hefði einungis fengið íslenskar krónur. „Erlendir peningar gengu ekki á milli aðila. Því er ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu að lánið hafi verið í erlendri mynt," sagði Þorsteinn fyrir dómnum. Þorsteinn sagði líka að fyrir lægi að í lánasamningum hefði lánsfjárhæð aldrei verið tiltekin í erlendri mynt heldur einungis í íslenskum krónum. Það sé þó frumskilyrði að lánsfjárhæðin sé tiltekin í erlendri mynt, eigi lánið að teljast erlent. Þegar dæmt var í Motormaxmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur sendi Landsbanki Íslands frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að dómurinn myndi kosta bankann um 16 milljarða ef hann yrði staðfestur í Hæstarétti. Málið hefur nú verið lagt í dóm og verður dómur kveðinn upp innan þriggja vikna.
Tengdar fréttir Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24. maí 2011 20:36 Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24. maí 2011 20:36
Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun