Enski boltinn

Man. City er ekki að undirbúa risatilboð í Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ótrúlegur orðrómur þess efnis að Man. City ætli sér að greiða 150 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo er ekki á rökum reistur. Slúðurblaðið The Sun kom honum í gang.

Ronaldo er dýrasti leikmaður allra tíma en hann var keyptur á rúmar 80 milljónir punda til Real Madrid frá Man. Utd á sínum tíma. Við erum því að tala um talsverða bætingu á heimsmetinu.

"Þessar sögusagnir eru rangar og meiðandi. Það er ekki flugufótur fyrir þessum fréttum. Ronaldo er ekki á meðal þeirra leikmanna sem við erum að reyna að kaupa," segir í yfirlýsingu frá Man. City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×