Enski boltinn

Gylfi hvatti sína gömlu félaga til dáða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson birtist óvænt í búningsklefa sinna gömlu félaga í Reading fyrir leikinn gegn Cardiff í umspili ensku B-deildarinnar.

Nærvera Gylfa virtist hafa góð áhrif á leikmenn Reading sem rúlluðu yfir Cardiff, 3-0, og komust í úrslitaleikinn um laust sæti í efstu deild næsta vetur.

"Þessi heimsókn átti að koma á óvart. Það voru bara fáir leikmenn sem vissu af þessu. Það var virkilega gaman að sjá strákana," sagði Gylfi sem skemmti sér konunglega á leiknum sjálfum og stefnir á að sjá úrslitaleikinn á Wembley.

"Mér fannst strákarnir vera frábærir. Siglingin á liðinu síðustu 15 leiki hefur verið ótrúleg. stemningin er með liðinu og þeir hafa það sem þarf til að leggja Swansea í úrslitaleiknum," sagði Gylfi við Reading Chronicle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×