Enski boltinn

Redknapp ætlar að losa sig við Gomes

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry ræðir hér málin við Mourinho. Mynd / Getty Images
Harry ræðir hér málin við Mourinho. Mynd / Getty Images
Hinn margreyndi framkvæmdarstjóri Tottenham, Harry Redknapp, er búin að missa alla þolinmæði gagnvart Heurelho Gomes, markverði liðsins, og hefur sett markmiðið á að klófesta annaðhvort Shay Given frá Manchester City eða Maarten Stekelenburg frá Ajax.

Gomes hefur gert fjöldann allan af mistökum á tímabilinu og nú hefur Redknapp glatað trúnni á þessum brasilíska markverði.  Framkvæmdarstjórinn vill bregðast skjót við og finna eftirmann fyrir Gomes sem allra fyrst.

Maarten Stekelenburg mun vera efstur á óskalistanum hjá Redknapp en hollenski markvörðurinn hefur verið hjá Ajax í níu ár og mun að öllum líkindum yfirgefa klúbbinn eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×