Lífið

Þú ert að verða að engu stelpa

Óskarsverðlaunahafinn, söngkonan Jennifer Hudson, 29 ára, sem hefur nú þegar misst 30 kíló með breyttu mataræði og markvissri hreyfingu stillti sér upp á rauða dreglinum á tónleikum Mary J. Blige í New York í gærkvöldi. Jennifer sem er í dag talsmaður WeightWatchers er stórglæsileg eins og sjá má á myndunum.

Jennifer er hinsvegar harðlega gagnrýnd fyrir að minnka áberandi hratt með hverjum deginum en hún heldur því fram að hún sé ekki að fara fram úr sér í öfgafullu megrunarátaki heldur með heilsusamlegu líferni og að hennar sögn hefur hún fengið mun fleiri spennandi tilboð eftir því sem mittið mjókkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.