Lífið

Brotist inn til Bubba - Ari Eldjárn í aðalhlutverki

Steindinn okkar heldur áfram að slá í gegn á Stöð 2. Síðasta fimmtudagskvöld var fjórði þáttur sýndur og eins og áður bauð Steindi upp á fjölmörg sprenghlægileg atriði.

Eitt atriðanna sem var óneitanlega með þeim bestu í þættinum gerist á heimili Bubba Morthens. Bubbi vaknar eina friðsæla nótt við þrusk frammi í stofu. Þegar hann athugar málið sér hann bíræfin innbrotsþjóf sem lætur greipar sópa. Bubbi tekur því ekki glatt og lætur hann finna fyrir því. Þarna eru mörg frábær augnablik að hætti Steinda, eins og þegar Bubbi tekur Ungfrú Ísland 1995 borða Hrafnhildar til að refsa þjófinum. Að ekki sé minnst á endann.

Ekki skemmir það síðan fyrir að vita það að Bubbi Morthens kom sjálfur ekki nálægt gerð atriðisins. Það er nefninlega grínistinn Ari Eldjárn sem fer með rulluna hans. Eins og áður nær hann Bubba svo vel að það er lyginni líkast.

Kíkið á fleiri atriði úr Steindanum okkar 2 á Vísir Sjónvarp. Fimmti þáttur er á dagskrá á Stöð 2 næsta fimmtudag klukkan 21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.