Enski boltinn

Ancelotti: Við töpuðum leiknum á fyrstu mínútunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AP
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði liði Manchester United eftir leik liðanna á Old Trafford í dag en United lagði grunninn að 19. meistaratitlinum með því að vinna 2-1 sigur í þessum leik og ná sex stiga forskoti á toppnum.

„Þetta eru ekki vonbrigði því þegar hitt liðið spilar betur en þú þá verða menn bara að sætta sig við tap. Þeir voru betri í dag og þeir voru líka betri á tímabilinu. Þeir verða væntanlega ekki í vandræðum með að klára titilinn og þeir eiga hann skilinn," sagði Ancelotti.

„Við töpuðum leiknum á fyrstu mínútunni. Við byrjuðum svo illa að eftir það var mjög erfitt að koma til baka og vinna þennan leik. Við vorum betri í seinni hálfleiknum en heilt yfir var United betra liðið og átti sigurinn skilinn," sagði Ancelotti en Javier Hernandez skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 37 sekúndur.

„Það tók okkur talsverðan tíma að koma hausnum í lag eftir þetta mark því við vildum alls ekki byrja leikinn á því að fá á sig mark," sagði Ancelotti.

„Ég held að við þurfum að bíða í tvær vikur til að vita hver framtíðin mín verður hjá Chelsea. Ég vonast til að vera áfram en ég ræð því ekki sjálfur," sagði Ancelotti að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×