Lífið

Eignuðust tvíbura í dag

Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, og eiginmaður hennar, Nick Cannon, 30 ára, eignuðust tvíbura í dag, dreng og stúlku, á fjögurra ára brúðkaupsafmælinu þeirra, klukkan 12:07, á Los Angeles spítalanum.

Eiginkona mín gaf mér ótrúlegustu gjöf sem hægt er að hugsa sér á brúðkaupsafmælisdaginn. Ég á aldrei eftir að toppa hana, skrifaði Nick á Twitter síðuna sína í dag eins og sjá má í myndasafni (skjáskot).

Hjónin hafa ekki gefið tvíburunum nöfn en þau hlustuðu saman á vinsælt lag Mariuh We Belong Together strax eftir að börnin fæddust. Hlusta má á lagið þeirra í meðfylgjandi myndskeiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.