Fótbolti

Bréfasprengja send á knattspyrnustjóra Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic.
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic. Nordic Photos / Getty Images
Bréfasprengja var á dögunum send til Neil Lennon, knattspyrnustjóra Celtic, sem og tvo þjóðþekkta aðila í Skotlandi sem báðir eru stuðningsmenn félagsins.

Þetta hefur fréttastofa BBC eftir heimildum sínum en hinir munu vera Paul McBride, lögmaður Lennon, og Trish Godman, þingmaður á skoska þinginu.

Sprengjurnar voru póstlagðar í síðasta mánuði en svo virðist sem að þær hafi ekki verið settar saman af mjög mikilli kunnáttu.

Lögreglan í Skotlandi er með málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×