Enski boltinn

Vidic: Yrði draumur að lyfta bikar sem fyrirliði Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic, fyrirliði Man. Utd, segir að það yrði draumi líkast að fá að lyfta bikar fyrir Man. Utd i maí. United á enn möguleika að vinna tvo titla á þessari leiktíð.

"Auðvitað er það draumur að vera fyrirliði, sérstaklega hjá svona stóru félagi eins og Man. Utd. Draumurinn er síðan að lyfta bikar sem fyrirliði," sagði Vidic.

"Það er draumur allra knattspyrnumanna. Ef ég á að vera heiðarlegur þá átti ég aldrei von á því að komast svona langt. Að spila fyrir þetta félag og verða fyrirliði er draumur og ég nýt hverrar mínútu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×