Lífið

Var bara fegurðardrottningum boðið?

MYNDIR/Arnór Halldórssson
Stóra stundin rann upp í gær þegar að sigurvegari í Trúbadorkeppni FM957 og Corona var krýndur á Players. Það má með sanni segja að stemningin hafi náð nýjum hæðum í Kópavoginum þar sem staðurinn var troðfullur og fólk greinilega mætt til þess að skemmta sér og styðja sitt atriði í keppninni. Verkefni kvöldsins var því ekki öfundsvert fyrir dómnefndina sem var skipuð af þeim Haffa Haff tískugúrú og söngdrottningunum Heru Björk og Regínu Ósk ásamt Brynjari Má sem sat í dómnefnd sem fulltrúi FM957.

Eftir að öll atriði kvöldsins höfðu lokið sér af fór dómnefnd afsíðis til að ákveða hver stæði upp sem sigurvegari og kom það á daginn að Eskfirðingarnir og bræðurnir Eiríkur og Magnús Hafdal sigruðu keppnina og var álit dómnefndar einróma.

Það voru strákarnir í Bee On Ice, sigurvegararnir frá því í fyrra sem afhentu farandsbikarinn til bræðranna sem eru svo sannarlega vel að sigrinum komnir en atriðið þeirra þótti afburðarbest að mati dómnefndar kvöldsins.

FM957 vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt bæði í áheyrnarprufunum og í keppninni sjálfri kærlega fyrir. Keppnin hefur stækkað ár frá ári og er óhætt að segja að keppnin í ár hafi verið sú stærsta hingað til.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.