Fótbolti

Jónas Guðni var í byrjunarliði Halmstad í tapleik

Jónas Guðni Sævarsson.
Jónas Guðni Sævarsson. idrettsfoto.com
Jónas Guðni Sævarsson fyrrum leikmaður KR og Keflavíkur var í byrjunarliði Halmstad í dag í 2-0 tapleik liðsins gegn GAIS frá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hallgrímur Jónasson var á varamannabekk GAIS og kom hann ekkert við sögu í leiknum.

Jónas Guðni var tekinn af leikvelli á 81. mínútu en Halmstad er með 1 stig eftir þrjá leiki en GAIS er með 6 stig eftir þrjár umferðir í næst efsta sæti. Malmö er efst með fullt hús stiga eftir 3 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×