Fótbolti

Örebro tapaði á útivelli gegn Tyresö - Edda í byrjunarliðinu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Edda Garðarsdóttir var í byrjunarliði Örebro í dag.
Edda Garðarsdóttir var í byrjunarliði Örebro í dag. Mynd/Anton
Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir var í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-1 á útivelli gegn Tyresö í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var ekki í leikmannahóp Örebro í dag en liðið er með 1 stig að loknum tveimur leikjum.

Tyresö er með 4 stig í efsta sæti en fjórir leikir fara fram í deildinni í 2. umferð á morgun, sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×