Fótbolti

Veigar lagði upp og Ondo skoraði í sigri Stabæk

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Veigar Páll lagði upp fyrra mark Stabæk.
Veigar Páll lagði upp fyrra mark Stabæk.
Veigar Páll Gunnarsson og Gilles Mbang Ondo spiluðu stóra rullu í 1-2 útisigri Stabæk á Rosenborg í 2. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Rosenborg komst yfir á 6. mínútu með marki Mushaga Bakenga.

Veigar Páll lagði upp jöfnunarmark Stabæk sem Jørgen Paulov Hammer skoraði á 26. mínútu og á 75. mínútu skoraði Gilles Mbang Ondo sigurmark Stabæk. Þetta er fyrsta markið sem Ondo skorar í norska boltanum en hann lék með Grindavík í Pepsi-deildinni frá 2008 og þar til síðasta haust. Veigar Páll fór af velli á 71. mínútu. Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk í kvöld.

Á morgun lýkur annarri umferðinni með leik Lillestöm og Brann. Leikurnn er sannkallaður Íslendingaslagur því Stefán Logi Stefánsson, Stefán Gíslason og Björn Bergmann Sigurðarson leika með Lilleström og Birkir Már Sævarson með Brann.

Úrslit í 2. umferð í norska boltanum:

Vålerenga 2-0 Aalesund

Fredrikstad 0-1 Viking

Molde 2-2 Tromsø

Haugesund 4-2 Sarpsborg 08

Sogndal 1-4 ODD Grenland

Start 5-1 Strømsgodset

Rosenborg 1-2 Stabæk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×