Fótbolti

Gylfi: Markmiðið alltaf að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segist alltaf stefna að því að skora í sínum leikjum - sama hver andstæðingurinn sé.

Gylfi ræddi við Arnar Björnsson íþróttafréttamann á Kýpur í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

„Auðvitað er markmiðið hjá mér að skora. En ég held að mestu máli skiptir er að við fáum okkar fyrstu stig í riðlinum. Við höfum verið að spila ágætlega hingað til, bæði gegn Noregi og Danmörku, en það eru þó úrslitin sem skipta mestu máli."

„Ég fer í alla leiki til að skora eða leggja upp mörk. Ég hef alltaf trú á að það takist, sama hver mótherjinn er."

Gylfi mun spila fremst á miðju íslenska liðsins, fyrir aftan Heiðar Helguson sem verður fremsti sóknarmaður.

„Ég er sáttur við það enda er það mín besta staða. Ég hef spilað í henni með U-21 landsliðinu en við höfum ekki verið að spila það kerfi hjá Hoffenheim. Þjálfarinn hefur sagt mér að þetta sé mín besta staða og því hef ég kannski ekki fengið að spila jafn mikið og ég hefði viljað."

„En ég hlakka mikið til að spila á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×