Fótbolti

Bandaríkin og Argentína gerðu jafntefli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Esteban Cambiasso gerði eina mark Argentínu. Mynd / Getty.
Esteban Cambiasso gerði eina mark Argentínu. Mynd / Getty.
Bandaríkjamenn tóku á móti Argentínu í vináttulandsleik í nótt, en leikurinn fór fram á á New Meadowlands Stadium í New Jersey. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Esteban Cambiasso kom Argentínu yfir á 42. mínútu og Juan Agudelo jafnaði síðan metin þegar stundarfjórðungur var liðin af síðari hálfleik.



Kosta Ríka gerði 2-2 jafntefli við Kínverja í hörku vináttulandsleik þar sem Álvaro Saborío og Esteban Brenes skoruðu mörk Kosta Ríka, en G. Lin gerði bæði mörk Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×