Fótbolti

Fyrsti markvörðurinn til að skora 100 mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brasilíski markvörðurinn Rogerio Ceni skoraði um helgina sitt 100. mark á ferlinum er hann skoraði beint úr aukaspyrnu í leik með Sao Paolo í heimalandinu.

Hann er fyrsti markvörðurinn sem nær þessum merka áfanga en um leið tryggði hann sínum mönnum 2-1 sigur á erkifjendum sínum í Corinthians.

Ceni lék áður með brasilíska landsliðinu og var þriðji markvörður liðsins þegar að Brasilía varð heimsmeistari árið 2002.

Samkvæmt Alþjóða knattspyrnusambandinu hefur Ceni reyndar aðeins skorað 98 mörk en hann sjálfur telur með tvö mörk sem hann skoraði í óopinberum vináttuleikjum.

Markið má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×