Fótbolti

Capello gleymdi að minna Rooney á gula spjaldið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rooney fær hér að líta gula spjaldið um helgina.
Rooney fær hér að líta gula spjaldið um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello segir að hann hafi gleymt að láta Wayne Rooney vita af því að hann væri á gulu spjaldi fyrir landsleikinn gegn Wales um helgina.

England vann leikinn, 2-0, en Rooney fékk áminningu í leiknum og verður því í banni þegar að England mætir Sviss í byrjun júní.

Capello segir að venjulega eru leikmenn minntir á að þeir séu á gulu spjaldi fyrir leiki en það hafi í þessu tilfelli gleymst.

„Rooney missir af næsta leik og þegar ég sagði honum það spurði hann mig af hverju það væri,“ sagði Capello. „Þetta kom honum á óvart því hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann var þegar búinn að fá gult spjald í undankeppninni.“

Capello skipti svo Rooney út af þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum til að forða því að hann fengi rautt spjald í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×