Fótbolti

Barry fyrirliði á morgun - Carroll byrjar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barry ræðir við blaðamenn í dag.
Barry ræðir við blaðamenn í dag. Nordic Photos / AFP
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur staðfest að Gareth Barry, leikmaður Manchester City, verði fyrirliði enska liðsins þegar það mætir Gana í vináttulandsleik annað kvöld.

John Terry var á dögunum aftur settur fyrirliði enska landsliðsins og gegndi því hlutverki gegn Wales í undankeppni EM 2012 um helgina. Hann verður hins vegar hvíldur í þessum leik og fær því Barry að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Frank Lampard, Ashley Cole, Wayne Rooney og Michael Dawson verða ekki með í leiknum gegn Gana og þá eru þeir Rio Ferdinand og Steven Gerrard frá vegna meiðsla.

Capello segir að leikurinn sé tækifæri fyrir aðra að sýna sig í ensku landsliðstreyjunni og hefur hann til að mynda staðfest að Andy Carroll, leikmaður Liverpool, verði í byrjunarliðinu að þessu sinni.

Enska landsliðið æfði í morgun og var Glen Johnson eini leikmaðurinn í hópnum sem gat ekki tekið þátt í æfingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×