Fótbolti

Milan Baros týndi boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Baros lenti í ansi skoplegu atviki í landsleik Spánar og Tékklands í undankeppni EM 2012 á föstudagskvöldið.

Baros á langan ferli að baki og hefur til að mynda spilað með Liverpool, Aston Villa og Portsmouth í Englandi.

En hann leit út eins og nýgræðingur í faginu þegar hann tók niður langt útspark markvarðarins Petr Cech og týndi boltanum í nokkrar sekúndur.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×