Fótbolti

Welbeck kallaður í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danny Welbeck hefur óvænt verið kallaður í enska landsliðið fyrir vináttuleikinn gegn Gana í kvöld.

Aaron Lennon dró sig úr hópnum vegna smávægilega meiðsla og var ákveðið að taka enga áhættu með því að láta hann spila í kvöld. Hann er því farinn aftur til síns félagsliðs, Tottenham.

Welbeck er samningsbundinn Manchester United en er nú í láni hjá Sunderland þar sem hann hefur staðið sig vel.

Welbeck lék með enska U-21 landsliðinu sem mætti Dönum í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×