Fótbolti

Þýskur táningur kastaði banananum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neymar í leiknum um helgina.
Neymar í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Þýskur táningur hefur viðurkennt að hann kastaði banana inn á völlinn þegar Skotland og Brasilía áttust við í vináttulandsleik á Emirates-leikvanginum í Lundúnum á sunnudaginn.

Brasilíumaðurinn Neymar skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri sinna manna en hann taldi að stuðningsmenn Skota hafi með þessu verið með kynþáttaníð í sinn garð.

Það hefur nú fengist staðfest að það hafi ekki verið tilfellið og að þýski táningurinn hafi ekkert illt meint með sínum gjörðum.

Brasilíska knattspyrnusambandið var ekki búið að kæra atvikið og hefur það verið staðfest að ekki verði gripið til frekari aðgerða af hálfu lögreglunnar gegn Þjóðverjanum unga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×